Vilja að Kópavogur taki á móti minnst 35 flóttamönnum á næstu þremur árum

makedonia.jpg
Auglýsing

Ása Ric­hards­dóttir og Kristín Sæv­ars­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi og vara­bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar í Kópa­vogi, vill að bær­inn lýsi sig reiðu­bú­inn til að taka á móti hópum flótta­fólks og taki á móti minnst 35 flótta­mönnum á næstu þremur árum. Til­lagan verður lögð fram á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í Kópa­vogi síðar í dag.

Í síð­ustu viku sendi vel­ferð­ar­ráðu­neytið öllum sveit­ar­fé­lögum erindi þar sem óskað var eftir því að þau sveit­ar­fé­lög sem hefðu áhuga á að taka á móti flótta­fólki lætu ráðu­neytið vita. Nú þegar hafa nokkur sveit­ar­fé­lög lýst yfir áhuga á því, þar á meðal Reykja­vík, Akur­eyri, Hafn­ar­fjörð­ur, Súða­vík og Ísa­fjarð­ar­bær.

Í kjöl­far bréfs­ins ákvað bæj­ar­ráð Kópa­vogs að fela Ármanni Kr. Ólafs­syni bæj­ar­stjóra að ræða við vel­ferð­ar­ráðu­neytið um erind­ið. Þá var mót­taka flótta­manna einnig rædd á fundi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í gær og er til skoð­unar nú að sveit­ar­fé­lögin gætu haft sam­starf sín á milli um mót­töku flótta­manna. Ása og Kristín vilja hins vegar leggja til­lög­una fram núna og segja að Kópa­vogs­bær, næst stærsta bæj­ar­fé­lag lands­ins, megi ekki láta sitt eftir liggja „heldur svara kalli íbúa sinna, sem og áskorun rík­is­valds og hjálp­ar­sam­taka.“

Auglýsing

Ef af verður er þetta í fyrsta skipti sem Kópa­vogur tæki þátt í að taka á móti flótta­fólki. Ása og Kristín telja að með því að bæta Kópa­vogi í hóp þeirra sveit­ar­fé­laga sem vilja form­lega ganga til við­ræðna um mót­töku flótta­fólks væri hægt að „hugsa sér sam­eig­in­leg verk­efni að hluta, þar sem teymi starfs­fólks ynni saman og mót­taka og dag­setn­ingar væru sam­ræmdar yfir lengri tíma. Reynsla und­an­geng­inna ára bendir til þess að við getum gert betur og að ef mörg sveit­ar­fé­lög eru með sé hægt að taka á móti með góðu móti hund­ruðum manna á ári - ef vilji er fyrir hend­i.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None