Vilja að talað sé um Borgarlínu í loftslagsáætlun höfuðborgarsvæðisins

Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í samgöngu- og skipulagsráði vísuðu skýrsludrögum um loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið á ný til umsagnar – og vilja að talað sé um Borgarlínu og þéttingu byggðar í aðgerðaáætlun skýrslunnar.

Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar er formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar er formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
Auglýsing

Þessa dag­ana liggja drög lofts­lags­stefnu fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið fyrir öllum sveit­ar­stjórnum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Drögin eru afrakstur vinnu sem hefur átt sér stað á vett­vangi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) með lið­sinni fyr­ir­tæk­is­ins Umhverf­is­ráð­gjöf Íslands (En­viron­ice).

Stjórn SSH sam­þykkti að senda skýrslu­drög út til sveit­ar­fé­laga í upp­hafi þessa árs og sveit­ar­fé­lögin eru nú hvert fyrir sig með drögin til umsagnar fyrir sitt leyti. Lofts­lags­stefnan inni­heldur meðal ann­ars það mark­mið að höf­uð­borg­ar­svæðið verði kolefn­is­hlut­laust fyrir árið 2035 og fjölda „hug­mynda“ að aðgerðum í lofts­lags­mál­um. Þessar hug­myndir verða síðan settar í hendur sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að vinna úr á sínum vett­vangi.

Skýrslu­drögin og drög að umsögn sem búið var að skrifa fyrir hönd umhverf­is- og skipu­lags­sviðs borg­ar­inn­ar, voru á dag­skrá fundar sam­göngu- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borgar á mið­viku­dag­inn. Málið var þó ekki afgreitt áfram í borg­ar­kerf­inu, heldur settu full­trúar Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata fram all­nokkrar athuga­semdir við drögin að lofts­lags­stefn­unni og vís­uðu þeim aftur til umsagnar hjá umhverf­is- og skipu­lags­sviði borg­ar­inn­ar.

Vilja að mark­mið verði skuld­bind­andi

Athuga­semd­irnar sem full­trúar meiri­hlut­ans settu fram á fund­inum voru í nokkrum lið­um. Í fyrsta lagi sögðu full­trúar meiri­hlut­ans að Borg­ar­línan væri stærsta lofts­lags­að­gerð og fram­kvæmdin í sam­göngu­málum sem framundan væri á næstu árum og að hún þyrfti að „vera nefnd með beinum hætti í aðgerð­ar­lista“, en í aðgerða­list­anum sem settur er fram í skýrsl­unni er meðal ann­ars talað um að „greiða leið þeirra sem vilja og geta nýtt sér aðra sam­göngu­máta en einka­bíl­inn“ og að „byggja upp öfl­ugri og jafn­vel gjald­frjálsar almenn­ings­sam­göng­ur.“

Að auki sögðu full­trúar meiri­hlut­ans að nefna þyrfti þau sókn­ar­færi sem ný sam­göngu­tækni á borð við örflæði hefði í för með sér. Einnig væri þétt­ing byggðar „gríð­ar­lega mik­il­væg lofts­lags­að­gerð“ sem þyrfti að nefna með beinum hætti í aðgerða­list­an­um.

Þá sögðu full­trúar meiri­hlut­ans að það þyrfti að end­ur­skoða „bíla­stæða­reglur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og stefna mark­visst að fækkun bíla­stæða og auk­inni gjald­töku vegna þeirra“ – en í aðgerða­list­anum eins og hann er settur fram í skýrslu­drög­unum er reyndar talað um auka gjald­töku á bíla­stæðum og fækka gjald­frjálsum stæð­um, nema fyrir bíla sem losa ekki gróð­ur­húsa­loft­teg­undir og end­ur­skoða bíla­stæða­sam­þykkt­ir, séu slíkar til.

Einnig sögðu full­trúar meiri­hlut­ans að það þyrfti að „skoða umhverf­is­vænar sam­göngur til og frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu og halda mögu­leikum á spor­bundnum sam­göngum opn­um“, auk þess sem vinna þyrfti að upp­bygg­ingu hjóla­stíga­nets fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið og nálæg svæði.

„Rétt er að stefnan verði metin á 1-2 ára fresti og auk gagna um stöð­una varð­andi losun sé gagna aflað um stöðu mis­mun­andi sveit­ar­fé­laga við inn­leið­ingu mark­mið­anna. Að auki telur meiri­hluti skipu­lags- og sam­göngu­ráðs að mark­mið lofts­lags­stefnu fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið þurfi að vera skuld­bind­andi fyrir sveit­ar­fé­lög­in. For­maður mun leggja til að mál­inu sé vísað til sviðs­ins að nýju,“ sagði í bókun full­trúa Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata á fund­inum á mið­viku­dag­inn.

Mál­inu var þannig vísað aftur til umhverf­is- og skipu­lags­sviðs borg­ar­inn­ar, sem fær þá vænt­an­lega það verk­efni að koma með ný drög að umsögn fyrir hönd Reykja­vík­ur­borgar um þessar til­lög­ur.

Vega­sam­göngur stærsti ein­staki los­un­ar­þáttur höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Fyr­ir­tækið Environ­ice skil­aði í fyrra skýrslu um kolefn­is­spor höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins árið 2019. Sam­kvæmt henni voru vega­sam­göngur stærsti ein­staki lið­ur­inn í kolefn­is­spori svæð­is­ins, með rúm 25 pró­sent af heild­ar­los­un­inni.

Auglýsing

Þar á eftir komu sjó­flutn­ingar (og fiski­skip) með tæp 22 pró­sent, stór­iðja með tæp 16 pró­sent, urðun úrgangs með tæp 9 pró­sent og land­notkun með rúm 8 pró­sent. Öll önnur losun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nam sam­an­lagt um 20 pró­sentum af kolefn­is­spor­inu.

Skipu­lags­mál „kjarn­inn“ í aðgerðum sveit­ar­fé­laga í lofts­lags­málum

Í skýrslu­drög­unum sem nú eru til með­ferðar hjá sveit­ar­stjórnum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins segir að sveit­ar­stjórnir geti „lagt mikið af mörkum í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um“ enda sé þær það stjórn­vald sem næst er fólk­inu.

„Hvað sem hlut­verki ann­arra líður gegnir rík­is­valdið þó öðrum fremur lyk­il­hlut­verki í lofts­lags­mál­un­um, enda ræðst heild­ar­ár­ang­ur­inn að miklu leyti af þeim ramma sem atvinnu­lífi, sveit­ar­stjórnum og ein­stak­lingum er settur með lög­gjöf og öðrum stjórn­valds­á­kvörð­unum á lands­vísu. Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa þegar unnið að ýmsum verk­efnum sem eru til þess fallin að minnka kolefn­is­spor svæð­is­ins. Skipu­lags­mál eru í raun kjarn­inn í þeirri vinnu, þar sem á skipu­lags­stig­inu ráð­ast veiga­miklir þættir á borð við þétt­leika byggðar og mögu­leika fólks á að kom­ast leiðar sinnar innan byggð­ar­innar með lofts­lagsvænum hætt­i,“ segir einnig í skýrslu­drög­un­um.

Þar segir einnig, í kafla þar sem fjallað er um losun frá vega­sam­göng­um, að svo kunni að fara að notkun almenn­ings­sam­gangna muni ekki aukast í réttu hlut­falli við auknar fjár­fest­ingar til að byrja með.

„Hafa verður í huga að þjón­ustu­stig þarf að hækka veru­lega til að notkun auk­ist. Því þarf bæði þol­in­mæði og mark­vissa upp­bygg­ingu til að ná árangri, auk þess sem huga ætti að aug­lýs­inga- og ímynd­ar­her­ferð. Enn fremur þarf að þrengja að einka­bílnum s.s. með auk­inni gjald­töku á bíla­stæðum og afnámi sam­göngu­styrkja fyrir jarð­elds­neytisknúin öku­tæki.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent