Vilja skipa starfshóp um sanngirnisbætur vegna aðgerða vegna ódæmigerðra kyneinkenna

Nokkrir þingmenn VG telja mikilvægt að varpa ljósi á umfang aðgerða hér á landi vegna ódæmigerðra kyneinkenna og miska sem kann að hafa hlotist af þeim, með tilliti til bæði andlegrar og líkamlegrar heilsu.

Alþingi
Auglýsing

Vara­þing­maður og fimm þing­menn Vinstri grænna hafa lagt fram til­lögu til þings­á­lykt­unar um skipun starfs­hóps um sann­girn­is­bætur vegna aðgerða vegna ódæmi­gerðra kynein­kenna.

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Dan­íel E. Arn­ars­son, vara­þing­maður Vinstri grænna og með honum eru Bjarni Jóns­son, Jódís Skúla­dótt­ir, Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir og Orri Páll Jóhanns­son.

Alþingi myndi þá, ef til­lagan verður sam­þykkt, fela for­sæt­is­ráð­herra að skipa starfs­hóp sem tæki til skoð­unar umfang aðgerða vegna ódæmi­gerðra kynein­kenna sem gerðar voru áður en lög um kyn­rænt sjálf­ræði voru sam­þykkt. Jafn­framt yrði kannað til­efni og grund­völlur þess að ein­stak­lingum sem hlutu slíka með­ferð verði bættur skaði sem kann að hafa hlot­ist af slíkum aðgerð­um. Ráð­herra myndi kynna Alþingi nið­ur­stöður starfs­hóps­ins fyrir árs­lok 2022.

Auglýsing

Þekkt að aðgerðir valda alvar­legum heilsu­far­s­vanda sem fylgir fólki ævina á enda

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að á allra síð­ustu árum hafi fjöldi mann­rétt­inda­stofn­ana hvatt ríki heims til að banna með laga­setn­ingu ónauð­syn­legar og óaft­ur­kræfar aðgerðir á fólki sem fæð­ist með ódæmi­gerð kynein­kenni, án upp­lýsts sam­þykk­is. Hér á landi eru í gildi lög um kyn­rænt sjálf­ræði sem banna slíkar aðgerð­ir.

„Vit­und­ar­vakn­ing hefur átt sér stað um rétt­indi fólks sem fæð­ist með ódæmi­gerð kynein­kenni, vegna laga­setn­ingar í anda þeirrar sem nefnd hefur verið en einnig vegna þess fjölda ein­stak­linga sem stigið hafa fram og sagt sögu sína á síð­ustu árum. Fjöldi fólks hefur þurft að þola var­an­lega skerð­ingu á lífs­gæðum vegna óaft­ur­kræfra og ónauð­syn­legra aðgerða sem fram­kvæmdar voru á árum áður.

Þekkt er að slíkar aðgerðir valda alvar­legum heilsu­far­s­vanda sem fylgir fólki ævina á enda, til að mynda sárs­auka­fullri öra­mynd­un, bein­þynn­ingu og þvag­rás­ar­vanda­mál­um. Víða um heim hafa grein­ingar á fóst­ur­vísum leitt til áhættu­samra og óvið­ur­kenndra lyfja­með­ferða á fóst­ur­stigi og lang­tíma­heilsu­fars­á­hrif af með­ferðum sem ein­stak­lingar með ódæmi­gerð kynein­kenni gang­ast undir eru lítt rann­sök­uð,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Inn­grip í lík­am­lega frið­helgi fólks hefur við­var­andi félags­leg og sál­ræn áhrif

Þá kemur fram í til­lög­unni að í sögum þeirra ein­stak­linga sem stigið hafa fram vegna slíkra aðgerða hafi ítrekað verið lýst þeim alvar­legu sál­fræði­legu áhrifum sem þær kunna að hafa.

„Sýnt hefur verið að inn­grip í lík­am­lega frið­helgi fólks sem fæðst hefur með ódæmi­gerð kynein­kenni hafa við­var­andi félags­leg og sál­ræn áhrif. Umræða um mál­efnið hefur lengi sætt félags­legri bann­helgi með til­heyr­andi áhrifum á líf fólks auk félags­legrar ein­angr­un­ar.

Þá eru ein­stak­lingar sem fæðst hafa með ódæmi­gerð kynein­kenni í auk­inni áhættu á brott­falli úr skóla, örð­ug­leikum við að finna atvinnu vegna skorts á mennt­un, lík­am­legra haml­ana og félags­legrar skamm­ar. Rann­sóknir á jað­ar­settum hópum hafa sýnt að lík­legt er að ein­stak­lingar innan þeirra verði fyrir félags­legri ein­angr­un, þeir upp­lifi van­líðan og þrói með sér geð­ræn vanda­mál. Tíðni þung­lynd­is, kvíða, sjálf­skaða og sjálfs­víga er meiri meðal þeirra en almennt í sam­fé­lag­in­u.“

Bent er á í grein­ar­gerð­inni að lögin um kyn­rænt sjálf­ræði séu ný af nál­inni en þau tóku gildi fyrir tæpum þremur árum. „Mik­il­vægt er að varpa ljósi á umfang aðgerða fyrir laga­setn­ing­una og miska sem kann að hafa hlot­ist af þeim, með til­liti til bæði and­legrar og lík­am­legrar heilsu. Með skipun starfs­hóps um sann­girn­is­bætur til handa fólki sem fæðst hefur með ódæmi­gerð kynein­kenni og aðgerðir voru fram­kvæmdar á að þeim ein­stak­lingum for­spurð­um, innan opin­berra sjúkra­stofn­ana, gefst stjórn­völdum tæki­færi til þess að axla ábyrgð á sínum þætti í því mis­rétti sem fólk með ódæmi­gerð kynein­kenni hefur verið beitt,“ segir að lokum í grein­ar­gerð til­lög­unn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent