Vill að hámarkseign í banka verði fimmtungur

10016380525_2a2bb55aa2_o2.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, vill selja allt að 30 pró­senta hlut í Lands­bank­anum á næstu tveimur árum. Hann er einnig þeirrar skoð­unar að ríkið eigi að eiga allt að 40 pró­senta hlut í bank­anum í fram­tíð­inni og að stefna eigi að dreifðri eign­ar­að­ild á öðrum hlutum hans.

Að mati Bjarna kemur til greina að setja hámark á eign­ar­hlut hvers og eins í Lands­bank­anum til að koma í veg fyrir þau mis­tök sem gerð voru síð­ast þegar íslenskir bankar voru einka­væddir og litlir hópar náðu fullum yfir­ráðum yfir þeim öll­um. Spurður hver slíkur hámarks­hlutur gæti orðið segir Bjarni að hann gæti verið tíu til tutt­ugu pró­sent.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/16[/em­bed]

Auglýsing

Heim­ild til staðar í lögum

Heim­ild hefur verið í lögum til þess að að selja allt að 28 pró­senta hlut í Lands­bank­an­um. Bjarni segir tíma­bært að huga að því að nýta þá heim­ild. „Ég vil að sú heim­ild sé til staðar í næstu fjár­lögum líka. Við þurfum þó líka að ræða málin í stærra sam­hengi og spyrja okkur hvernig við viljum að fjár­fest­ing­ar­um­hverfið fyrir fjár­mála­fyr­ir­tæki á Íslandi verði til lengri tíma. Við eigum eftir að botna umræð­una um það, hvaða lær­dóm við ætlum að draga af því sem gerð­ist við síð­ustu sölu bank­anna og það sem gerð­ist hérna í aðdrag­anda hruns­ins.

Í því sam­bandi finnst mér að við eigum að leggja upp með dreifð­ara eign­ar­hald og setja þak á hámarks­eign­ar­hlut. Að lagt verði upp með að ríkið haldi um 40 pró­senta hlut í rík­is­bank­anum Lands­banka en að hann verði að öðru leyti skráður og í dreifðu eign­ar­haldi. Ég er ekki end­an­lega búinn að setja það niður fyrir mig hvað hámarks­eign­ar­hlut­ur­inn ætti að vera en mér finnst alveg koma til greina að hann gæti verið tíu til tutt­ugu pró­sent.“

Þetta er örstutt brot úr ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um mögu­lega sölu íslenskra fjár­mála­fyr­ir­tækja. Lestu hana í heild sinni hér.

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None