Vill selja hluta Íslandsbanka til hæfra fjárfesta

Fjármálaráðherra segir allt benda til þess að ásættanleg skilyrði séu fyrir frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka miðað við núverandi markaðsaðstæður. Samkvæmt Bankasýslu ríkisins ætti næsti söluáfanginn að vera í útboði til hæfra fjárfesta.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Skyn­sam­leg­ast væri að næsta skref í sölu Íslands­banka væri með útboði á hluta­bréfa­mark­aði, þar sem hæfir fag­fjár­festar fengju mögu­leika á að kaupa hluti í bank­anum á afslætti, sam­kvæmt Banka­sýslu rík­is­ins. Þetta kemur fram í grein­ar­gerð Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um frek­ari sölu á Íslands­banka sem birt­ist á vef stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Hag­felldar aðstæður til sölu

Í grein­ar­gerð­inni fer Bjarni yfir núver­andi aðstæður í efna­hags­líf­inu og á fjár­mála­mörk­uð­um, auk þess sem sam­an­tekt er gerð á stöðu íslensku bank­anna. Sam­kvæmt honum bendir hraður efna­hags­bati, hærra hluta­bréfa­verð og aukin arð­semi Íslands­banka til þess að ásætt­an­leg skil­yrði séu nú fyrir frek­ari sölu á hlutum í bank­an­um.

Sölu­með­ferðin yrði í höndum Banka­sýslu rík­is­ins, en Bjarni segir hana mæla með því að bank­inn yrði fyrst seldur með svoköll­uðu til­boðs­fyr­ir­komu­lagi. Slíkt fyr­ir­komu­lag fæli í sér að sölu­ráð­gjafar könn­uðu áhuga hæfra fjár­festa til að athuga áhuga þeirra á að taka þátt í útboði. Ef slíkur áhugi er til staðar hafa þeir mögu­leika á að kaupa hluta­bréf í bank­anum á gengi sem er nokkru undir mark­aðs­verði þeirra dag­inn fyrr. Sam­kvæmt Banka­sýsl­unni er þessi leið langoft­ast notuð þegar selja á stóra hluti í skráðum félögum á evr­ópskum hluta­bréfa­mark­aði.

Auglýsing

Bjarni segir ástæðu þess að hæfir fjár­festar fái afslátt sé vegna þess að þeir kaupi stærri hlut í bank­anum en aðr­ir, auk þess sem óvissa sé um nákvæma þróun hluta­bréfa­verðs­ins á vik­unum eftir útboð­ið.

Hvað er hæfur fjár­fest­ir?

Sam­kvæmt lögum verða fjár­festar sem hyggj­ast fara með virkan eign­ar­hlut í banka að stand­ast hæf­is­mat sem bygg­ist á ítar­legri grein­ingu og gagna­öfl­un. Þeir þurfa að hafa gott orð­spor og búa við sterka fjár­hags­stöðu, en auk þess ætti eign­ar­haldið ekki að tor­velda eft­ir­liti eða leiða til pen­inga­þvættis eða aðra ólög­lega starf­semi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent