Vill stokka upp eftirlitsstofnanirnar í landinu

Framkvæmdastjóri SA segir að á síðustu árum hafi virkt eftirlit almennings með þjónustu, gæðum og verðlagi tekið miklum breytingum með þátttöku fólks á samfélagsmiðlum. Hún sé mun fljótvirkari en „tilviljanakenndar heimsóknir opinbers eftirlitsfólks“.

Halldór Benjamín
Halldór Benjamín
Auglýsing

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) segir að nú blasi við tæki­færi til að stokka upp eft­ir­lits­stofn­an­irnar í land­inu með „hag­ræð­ingu að leið­ar­ljósi án þess að slaka á kröfum eða fórna hags­munum almenn­ings“. Þetta skrifar hann í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag.

Hann telur að það megi ekki vera þannig að skipt­ing verk­efna milli ráðu­neyta ráði því að reka þurfi allar eft­ir­lits­stofn­anir á Íslandi. „Þær verða að geta sinnt verk­efnum sem tengj­ast mörgum ráðu­neytum og fleiru en einum laga­bálki en geta þá kallað á sér­fræði­þjón­ustu þar sem hennar er þörf.“

Skrif hans hefj­ast á því að hann fer yfir hvernig eft­ir­liti er hátt­að. „Fjöl­margar stofn­anir ríkis og sveit­ar­fé­laga hafa eft­ir­lit með þjón­ustu og fram­leiðslu fyr­ir­tækj­anna í land­inu. Almennt fer eft­ir­litið þannig fram að starfs­maður stofn­unar kemur í heim­sókn og kannar hvort aðstæður í fyr­ir­tæk­inu séu í sam­ræmi við lög og regl­ur. Skoðuð eru skjöl og önnur gögn, rætt við fólk og lagt mat á hvort gera þurfi athuga­semdir við starf­sem­ina stórar eða smá­ar. Veittur er til­tek­inn frestur til úrbóta og síðan taka við þyngri aðgerð­ir, álagn­ing sekta eða jafn­vel stöðvun starf­semi að hluta eða í heild.“

Auglýsing

Hall­dór Benja­mín segir að fyr­ir­tækin búi við að eft­ir­lits­menn margra stofn­ana komi í heim­sókn þar sem hver taki til skoð­unar þá þætti sem honum ber en láti aðra afskipta­lausa. „Vinnu­eft­ir­lit, níu heil­brigð­is­eft­ir­lit hvert á sínu svæði jafn­vel með mis­mun­andi kröf­ur, Umhverf­is­stofn­un, Mat­væla­stofnun og Fiski­stofa eru dæmi um opin­bera aðila sem senda fólk út af örk­inni. Eft­ir­lit með að vörur á mark­aði upp­fylli settar kröfur hafa m.a. Neyt­enda­stofa, Umhverf­is­stofn­un, Vinnu­eft­ir­lit, heil­brigð­is­eft­ir­lit­in, Mat­væla­stofnun og Fjar­skipta­stofa og heim­sækja í þessu skyni versl­anir og skoða upp­lýs­ingar á merki­miðum og jafn­vel verð­merk­ing­ar.“

Bendir hann á að Bif­reiða­eft­ir­lit rík­is­ins hafi verið lagt niður og ann­ast skoð­un­ar­stofur á almennum mark­aði þá þjón­ustu „án telj­andi vand­kvæða“.

„En vinnu­vélar og alls kyns önnur tæki sem lúta svip­uðum lög­málum og bílar eru undir eft­ir­liti Vinnu­eft­ir­lits og vand­séð hvers vegna ekki er unnt að fela skoð­un­ar­stofum þetta eft­ir­lit. Allar lyftur lands­ins fá árlega heim­sókn frá Vinnu­eft­ir­lit­inu og er það til við­bótar eft­ir­liti fram­leið­enda og mun Ísland eitt hafa þennan hátt­inn á þegar horft er til nágranna­land­anna.

Eft­ir­lit með póst- og fjar­skipta­þjón­ustu er nú komið til Byggða­stofn­unar og Fjar­skipta­stofu en eft­ir­lit með öryggi vöru hefur verið flutt til Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar. Ekki má gleyma Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu sem virð­ist nú hafa tekið upp hjá sér að hafa skoðun á og vilja tak­marka umfjöllun hags­muna­sam­taka um efna­hags­mál,“ skrifar hann.

Þátt­taka fólks á sam­fé­lags­miðlum fljót­virk­ari en „til­vilj­ana­kenndar heim­sóknir opin­bers eft­ir­lits­fólks“

Hall­dór Benja­mín lýkur grein sinni á að segja að hafa megi í huga að á síð­ustu árum hafi virkt eft­ir­lit almenn­ings með þjón­ustu, gæðum og verð­lagi tekið miklum breyt­ingum með þátt­töku fólks á sam­fé­lags­miðl­um. „Þar er þjón­ustan vegin og metin og fyr­ir­tækin bregð­ast í flestum til­vikum hratt og vel við. Þetta er mun fljót­virkara en stopular og til­vilj­ana­kenndar heim­sóknir opin­bers eft­ir­lits­fólks.

Nútíma­legar aðferðir eins og raf­rænt eft­ir­lit með gæða­kerf­um, eft­ir­lit með til­vilj­ana­kenndu úrtaki, töl­fræði­grein­ingar og skoð­anir með til­liti til met­innar áhættu geta skilað hag­ræð­ingu og betri þjón­ustu en á sama tíma upp­fyllt kröfur um nauð­syn opin­bers eft­ir­lits með til­tek­inni starf­semi. Í upp­hafi kjör­tíma­bils er þetta kjörið verk­efni nýrrar rík­is­stjórn­ar,“ skrifar hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent