„Vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu hefur engum kaupsamningum verið þinglýst frá 6.apríl sl. og því hefur verið tekin sú ákvörðun að birta ekki vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir maímánuð.“
Skilaboð eins og þessi hafa birst á vef Þjóðsskrár alveg frá því að verkfall BHM skall á, hinn 6. apríl, og var engin breylting á í dag, þegar nýjar tölur um horfur á fasteignamarkaði áttu að birtast venju samkvæmt. Nokkur óvissa ríkir því um þróun á fasteignamarkaði undanfarna rúmu tvo mánuði, en kaupsamningar sem bíða þinglýsingar hafa hrannast upp og nemur samanlögð upphæð þeirra vel á fjórða tug milljarða króna, þegar allt er talið. Ekki er hægt að greiða út hefðbundin fasteignalán fyrr en skuldabréfum hefur verið þinglýst, og því eru áhrifin af verkfallinu á fjármögnun fasteignaviðskipta umtalsverð.
Eins og sjá má á þessari mynd, sem birtist á vef Þjóðskrár, þar sem markaðsupplýsingar eru teknar saman, þá hafa engar nýjar upplýsingar um horfur á fasteignamarkaði verið teknar saman frá því verkfallið hófst, og óljóst er hvenær það getur verið.