Vörugjöld hafa verið afnumin og keppast raf- og heimilistækjaverslanir nú við að auglýsa ríkulegan afslátt á þeim. Afnám vörugjalda þýðir verð á hljóm- og heimilistækjum lækka umtalsvert, og það varanlega, ef kaupmenn hækka ekki verðið á móti. Ein stærsta raftækjaverslun landsins, Elko, auglýsir nú að hljóm- og heimilistæki muni lækka um átján til 21 prósent, en til hljómtækja teljast heimabíó, hljómtæki, ferðahátalarar tölvuhátalarar, hátalarar, bíltæki, ferðahljómtæki, plötuspilarar, heyrnartól og headset Soundbar (hljóðplankar) og útvarpstæki.
Til heimilitækja, sem lækka um átján prósent, teljast þurrkarar, þvottavélar, uppþvottavélar, frystiskápar, frystikistur, kæliskápar, kæli- og frystiskápar, ofnar, helluborð, eldavélar og örbylgjuofnar.
Engin vörugjöldin eru á leikjatölvum, fartölvum, myndavélum, símum, spjaldtölvum, tölvuskjám, kaffivélum, ryksugum, smá eldhústækjum, afþreyingu (tölvuleikir) og tengdum flokkum. Því mun afnám vörugjalda ekki hafa áhrif á verð þessara vara.