Vöruskipti í júlí voru óhagstæð um 4,4 milljarða króna. Verðmæti útflutnings var 51,9 milljarðar króna en verðmæti innflutnings nam 56,4 milljörðum króna. Þetta sýna bráðabirgðatölur Hagstofunnar um vöruskipti í júlí 2015.
Er þetta þriðja mánuðinn í röð þar sem vöruskiptin eru óhagstæð. Í síðasta mánuði voru þau óhagstæð um rúma tíu milljarða króna.
Vöruskipti á fyrstu sjö mánuðum ársins eru samtals neikvæð um tíu milljarða króna, það er innflutningur er um tíu milljörðum króna hærri en verðmæti útflutnings, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar.
Greint var frá því í síðustu viku að verðmæti útflutnings hafi aukist um 22,6 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins 2015 samanborið við sama tímabil 2014. Verðmæti innflutnings jókst einnig, eða um 20,5 prósent milli ára.
Auglýsing