„Yfirbygging okkar litla lands er orðin allt of stór“

Thomas Möller spurði á þingi hvort Íslendingar myndu byrja með því að setja á stofn 180 ríkisstofnanir og 40 ríkisfyrirtæki, 700 ráð og nefndir til að halda kerfinu gangandi ef lýðveldið yrði stofnað í dag.

Thomas Möller
Thomas Möller
Auglýsing

„Ímyndum okkur að við værum að stofna okkar lýð­veldi núna. Myndum við byrja með því að setja á stofn 180 rík­is­stofn­anir og 40 rík­is­fyr­ir­tæki, 700 ráð og nefndir til að halda kerf­inu gang­andi? Myndum við búa til Stjórn­ar­ráð með um 800 starfs­mönnum og 12 ráðu­neyt­um? Ég held ekki. Væri þörf á Seðla­banka með 300 starfs­mönn­um? Þurfum við 40 eft­ir­lits­stofn­anir eða mætti hugs­an­lega sam­eina þær? Myndum við skipta land­inu í 69 sveit­ar­fé­lög eða myndu bara 12 duga?“

Thomas Möller vara­þing­maður Við­reisnar spurði þess­ara spurn­inga undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni. Hann sagði að yfir­bygg­ing okkar litla lands væri orðin allt of stór og grunar hann að skatt­greið­endur hér á landi séu honum flestir sam­mála.

Hann benti á að stundum væri glöggt gests aug­að. „Sem vara­þing­maður má segja að ég sé gestur hér þessa viku og hef meðal ann­ars varið tíma mínum í að skoða umfang stjórn­kerfis okkar litla lands. Ég vil hvetja þing­menn til að staldra við og íhuga hvort ekki sé hægt að minnka yfir­stjórn lands­ins og draga þannig úr kostn­að­i.“

Auglýsing

„Ís­land nú með næst­mestu skatt­pín­ingu á Vest­ur­lönd­um“

Thomas sagði að báknið hefði stöðugt stækkað í tíð núver­andi rík­is­stjórn­ar. Nýjasta útspilið væri að setja 2 millj­arða í fjölgun ráðu­neyta.

„Ég er alls ekki að kasta rýrð á störf opin­berra starfs­manna og flestir þeirra eru að veita okkur frá­bæra þjón­ustu. En almenn­ingur sér hvað rík­is­kerfið þenst út á hverjum degi, yfir­bygg­ingin stækkar þegar aug­lýst er eftir fleiri starfs­mönnum og skrif­stofu­bygg­ingar rík­is­ins rísa upp hér allt í kringum okk­ur. Um hver mán­aða­mót birt­ist umfang hins opin­bera þegar laun­þegar sjá að aðeins um helm­ingur laun­anna er greiddur út. Hinn helm­ing­ur­inn fer í opin­ber gjöld enda er Ísland nú með næst­mestu skatt­pín­ingu á Vest­ur­lönd­um,“ sagði hann.

Hann hvatti þing­menn til að staldra við og íhuga hvort ekki mætti gera betur í þessum efn­um. „Við­reisn mun koma með og styðja allar hug­myndir sem draga úr yfir­bygg­ingu rík­is­ins og gera þjón­ustu hins opin­bera skil­virk­ari og hag­kvæm­ari, til dæmis með staf­rænum lausn­um. Einnig munum við koma með hug­myndir sem lækka álögur á fyr­ir­tækin og heim­ilin í land­in­u,“ sagði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent