Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Norðurlönd: Minnst fjárfest í nýsköpun á Íslandi en fer vaxandi

flags.jpg
Auglýsing

Þegar kemur að fjár­mögnun nýrra eða nýstár­legra tækni­fyr­ir­tækja af ýmsum toga stendur Ísland aft­ast í sam­an­burði við hin Norð­ur­lönd­in. Mun minna fé var lagt til rekst­urs sprota­fyr­ir­tækja á Íslandi en gert var í Sví­þjóð, Dan­mörku og Finn­landi á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2014. Við­mæl­endur Kjarn­ans telja að til þess að bæta umhverfið þurfi íslensk sprota­fyr­ir­æki að vera sýni­legri og að fjölga þurfi virk­um, reynslu­meiri fjár­fest­um. Margt horfi þó til betri vegar og nokkur íslensk fyr­ir­tæki sem flokka má sem „ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki“, „sprota­fyr­ir­tæki“ eða „startup“ hafa sótt sér hund­ruð millj­ónir króna á þessu ári. Ýmis merki eru um að fjár­fest­ing í fyr­ir­tækjum á þessu stigi fari ört vax­andi á Íslandi.

Gróf­lega má áætla að fjár­fest­ingar í íslenskum sporta­fyr­ir­tækjum hafi numið um tveimur millj­örðum króna það sem af er árinu 2014. Meðal stærri fjár­fest­inga má nefna um 670 millj­óna króna fjár­mögnun Mint Solutions, 250 millj­óna króna fjár­mögnun Ker­ecis og 500 millj­óna fjár­mögnun GreenCloud.

Frétta­mið­ill­inn Nor­dic Web fjallar ítar­lega um umhverfi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja á Norð­ur­lönd­unum og birti nýverið grein þar sem teknar eru saman fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar um fjár­fest­ingar í nor­rænum sprota­fyr­ir­tækjum á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Í grein­inni kemur fram að nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki í Sví­þjóð, Dan­mörku, Nor­egi, Finn­landi og Íslandi sóttu sam­tals um 62 millj­arða króna, eða ríf­lega 400 millj­ónir evra, á þessu tíma­bili. Þar af nam fjár­fest­ing í íslenskum félögum ein­ungis um 150 millj­ónum króna, eða 0,25% af heild­ar­fjár­fest­ingu.

Auglýsing

Sú tala er ekki rétt, eins og fyrr­greindar fjár­fest­ingar í Mint Solutions og Ker­ecis sýna. Séu töl­urnar aftur á móti „leið­rétt­ar“ og gert ráð fyrir að alls hafi fjár­fest­ingar numið tveimur millj­örðum í ýmis­konar tækniný­sköpun hér­lend­is, þá nemur sú upp­hæð um 3% af heild­ar­fjár­fest­ingum í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á Norð­ur­lönd­un­um.*

Fleiri engla­fjár­festa vantarStefán Þór Helga­son, sér­fræð­ingur hjá Klak Innovit, bendir jafn­framt á að um 55 millj­ónum hafi verið fjár­fest á þessu ári í gegnum við­skipta­hraðl­ana tvo, Startup Reykja­vík og Startup Energy Reykja­vík. Spurður hverjar hann telji mögu­legar ástæður þess að minna sé fjár­fest hér á landi en í Sví­þjóð, Dan­mörku og Finn­landi, segir Stefán Þór að þar geti nokkrar ástæður legið að baki. Ein ástæðan sé sú að enn sé reynsla af fjár­fest­ingum sem þessum til­tölu­lega lítil hér á landi og að fleiri „engla-fjár­festa“ þurfi í sam­fé­lag­ið. Þá er átt við ein­stak­linga sem fjár­magna fyr­ir­tæki á fyrstu stigum þess, eru oft inn­vinkl­aðir í rekst­ur­inn og fram­tíð­ar­sýn­ina auk þess að búa yfir reynslu af því að stofna fyr­ir­tæki.

„Fólk sem á pen­inga á Íslandi hefur margt efn­ast á öðru en sprota­starfi. Það hefur eign­ast pen­inga í gegnum fisk, kaup­mennsku eða aðrar hefð­bundn­ari atvinnu­grein­ar. Mögu­legir engla­fjár­festar þekkja þannig ekki sprota­starf­sem­ina og áherslan á tækni getur oft virst vera kín­verska,“ segir Stefán Þór. „Auk þess hefur fjár­fest­ing­ar­um­hverfið verið gott á und­an­förnum árum, ávöxtun í Kaup­höll­inni verið mikil og þjón­usta verð­bréfa­sjóða og ann­arra góð. Mörgum þykir þetta þægi­legt, að geta látið ein­hvern annan sjá um þetta, þau fá sína ávöxtun og eru sátt,“ segir hann. „Það er auk þess ekk­ert þægi­legt ferli sem fólk getur farið í gegn­um,“ en þar vísar Stefán Þór til umræð­unnar um First North mark­að­inn og hvort ung fyr­ir­tæki í vexti eigi heima á hon­um.

Stefán Þór segir ýmis­legt horfa til betri vegar á Íslandi hvað þetta varð­ar, sam­hliða því sem reynslan fari vax­andi og fleiri frum­kvöðlar verði virkir fjár­fest­ar. „Það eru nokkur stór verk­efni þar sem vel hefur geng­ið, CCP, Marel og Össur til dæm­is. Hrunið gerði það svo að verkum að margir fóru af stað.“ Hann tekur sem dæmi fjölda hug­mynda sem bár­ust í hug­mynda­sam­keppn­ina Gul­leggið fyrsta árið, þar sem fólk getur sótt fjár­magn og aðstoð við að fram­kvæma hug­myndir sín­ar. Árið 2008 bár­ust um 100 hug­myndir en umsóknir voru um 400 í ár.

Skortur á sýni­leikaNeil Murray, stofn­andi og rit­stjóri Nor­dic Web, telur íslensk sprota­fyr­ir­tæki ekki nægi­lega sýni­leg utan Íslands. Það skapi hættu­lega (e. vici­ous) hringrás þar sem fólk telji ekk­ert vera í gangi, og þar af leið­andi leiti eng­inn að fjár­fest­inga­tæki­fær­um. „Þetta þýðir einnig að það er eng­inn að segja frétt­ir, hvorki ég né aðr­ir,“ segir hann, inntur eftir sinni sýn á íslenskt sprotaum­hverfi í sam­an­burði við hin Norð­ur­lönd­in.

Fjár­festir­inn Bala Kam­allakharan, stofn­andi Startup Iceland, tekur undir orð rit­stjóra Nor­dic Web. Í færslu á vef­síð­unni StartupIceland.com segir Bala að Ísland sé „black box“ þegar komi að við­skipta­f­réttum á ensku, og á þar við að erfitt sé fyrir utan­að­kom­andi að átta sig á hvað sé um að vera.

Bala segir ljóst að Íslend­ingar séu á eftir hinum Norð­ur­lönd­unum þegar kemur að fjár­fest­ingum í fyr­ir­tækjum sem eru að taka sín fyrstu skref (e. early stage companies). „Við höfum aukið sýni­leik­ann í gegnum Startup Iceland, Startup Reykja­vík og með annarri fram­taks­semi. Það hafa unn­ist sigr­ar, en þetta er langur veg­ur. Árið 2012 ákvað ég að helga tíu ár af lífi mínu í að byggja upp sprota­sam­fé­lagið á Ísland­i,“ segir hann og nefnir fyr­ir­tækin Clöru, Plain Vanilla, Data­Mar­ket, Meniga, Ker­ecis, Orf Genet­ics, Guide To Iceland og App Dyna­mic sem dæmi um íslensk nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem hafa náð góðum árangri.

https://twitt­er.com/Bala­In­Iceland/sta­tu­s/537501481961029632

Ólafur John­son, stofn­andi Rain­mak­ing Loft í London, skrif­stofu­hús­næðis fyrir nýstofnuð fyr­ir­tæki, tekur undir pistil Bala á Twitter og bendir á að mörg íslensk sprota­fyr­ir­tæki séu skráð á vef­síð­unni CrunchBase en þó séu litlar upp­lýs­ingar þar að finna um þau. CrunchBase er helsti gagna­banki um startup-­fyr­ir­tæki. Bala svarar því til að íslensku fyr­ir­tækin átti sig ekki á mik­il­vægi þess að hafa um sig opin­berar upp­lýs­ing­ar. Það eigi einnig við hluta fyr­ir­tækja í Evr­ópu, segir Ólaf­ur, og þetta þurfi að árétta fyrir fyr­ir­tækj­unum strax á fyrstu stig­um.

https://twitt­er.com/ojohn­son83/sta­tu­s/538090763046092800

https://twitt­er.com/ojohn­son83/sta­tu­s/538090818595487744

https://twitt­er.com/ojohn­son83/sta­tu­s/538230643952721921

Fjár­magn ekki haldið í við hug­myndirMikil gróska hefur ein­kennt sprotaum­hverfið á und­an­förnum árum. Víða erlend­is, sér­stak­lega í Banda­ríkj­un­um, hefur fjár­magn fylgt þess­ari þróun og mikið verið fjár­fest í startup-­fyr­ir­tækj­um. Færa má rök fyrir því að ekki hafi verið sama uppi á ten­ingnum á Íslandi, að minnsta kosti ekki í sama mæli. Fjöl­mörg startup-­fyr­ir­tæki hafa verið stofn­uð, en aðgangur að pen­ingum ekki verið jafn greiður og í mörgum öðrum lönd­um.

Í dag sjá margir merki um að aukið fjár­magn streymi inn í íslenska nýsköp­un. Góður árangur íslenskra fyr­ir­tækja á borð við Meniga, Plain Vanilla og Data­Mar­ket hafa haft jákvæð áhrif. Stefán Þór von­ast til að árang­urs­rík verk­efni á borð við þessi skapi fleiri engla, fjár­sterka ein­stak­linga úr röðum frum­kvöðla, sem nýti reynsl­una og pen­ing­ana sína til þess að fjár­festa í næstu kyn­slóð frum­kvöðla.

„Dan­mörk, Sví­þjóð og Finn­land hafa náð nokkrum árangri, og þar­lend fyr­ir­tæki eiga þar af leið­andi greið­ari aðgang að fjár­magni. Við eigum enn eftir að sjá Noreg og Ísland ná sama árangri, en þegar það ger­ist þá munum við sjá raun­veru­legar breyt­ing­ar,“ segir Neil Murra­y.**

Sjóðir í start­hol­unumTil marks um aukna grósku á fjár­fest­ing­ar­hlið­inni, þá er í dag unnið að stofnun nokk­urra stærri sprota­sjóða. Til þessa hefur Nýsköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífs­ins og sjóður Frum­taks verið hvað mest áber­andi, auk þess sem Eyrir Invest hefur um ára­bil fjár­fest í startup-­fyr­ir­tækj­um.

Síð­ast­liðið sumar greindi Mbl.is frá því að unnið sé að stofnun fjög­urra fjár­fest­ing­ar­sjóða. Einn þeirra er sjóður Íslands­sjóða og Bala Kam­allakharan. Spurður um fram­vind­una segir Bala að ferlið gangi vel og sú stund nálgist að fjár­mögnun ljúki. Hann geti þó ekki greint nákvæmar frá stöð­unni í dag, að öðru leyti en að við­brögð hafi verið góð og að hann sé bjart­sýnn á að sjóð­ur­inn verði full­fjár­magn­aður fljót­lega.

*Það má vissu­lega benda á, og hafa í huga, að Íslend­ingar eru fámenn­ari þjóð en hinar norð­ur­landa­þjóð­irn­ar. Íbúar land­anna telja sam­tals um 26 millj­ón­ir, og eru Íslend­ingar því um 1,3% af Norð­ur­landa­bú­um. Í þeim sam­an­burði kemur Ísland ágæt­lega út, þ.e. ef litið er til fjár­fest­ingar í nýsköpun á hvern íbúa. Að mínu mati gefur slíkt þó ekki rétta mynd þegar kemur að fjár­fest­ing­um, þótt það megi hafa bak­við eyrað.

**Neil Murray sagði einnig að hann teldi skil­grein­ing­una á „startup“ vera víð­ari á Íslandi en í öðrum lönd­um. Við Stefán Þór ræddum það nokk­uð, þ.e. hvernig skil­greina ætti slíkt fyr­ir­tæki. Það er ekki endi­lega kýr­skýrt hvaða fyr­ir­tæki, og líka hvenær fyr­ir­tæki, telj­ast vera sprota­fyr­ir­tæki, nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki eða það sem er kallað startup-­fyr­ir­tæki. Ein skil­grein­ing sem Stefán nefnir er þessi: „Sprota­fyr­ir­tæki er lítið eða með­al­stórt fyr­ir­tæki þar sem nýsköpun er lyk­il­at­riði í starf­sem­inni og stjórn­endur eru í stöðugri bar­áttu við að halda fyr­ir­tæk­inu á líf­i.“ Við þetta má bæta, og til þess að gera sam­an­burð­inn réttan við þau fyr­ir­tæki sem Nor­dic Web skoð­ar, þá eru hér til umfjöll­unar fyr­ir­tæki sem vinna að ýmis­konar tækni­lausn­um.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None