Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Spes: Fékk sér húðflúr með merki staðarins á rassinn

ad-134120795.jpg
Auglýsing

Hinn nítján ára gamli Bradley Holman, frá þorp­inu Lower Kingswood á Englandi, er svo mik­ill aðdá­andi Nando‘s-veit­inga­staða­keðj­unnar að hann húð­flúraði merki stað­ar­ins á hægri rasskinn sína. Holman vildi tryggja sér ókeypis mál­tíðir frá Nando‘s með upp­á­tæk­inu. Hann lét húð­flúra á sig merkið á ferða­lagi með vinum sínum á Krít.

Nando‘s hefur engu að síður synjað beiðni hans um svo­kallað svart kort, sem tryggir honum ókeypis mál­tíð­ir, en Holman ver hátt í þrjú hund­ruð þús­und krónum á ári í upp­á­halds­rétt­inn sinn; heilan bragð­sterkan kjúkling með hvít­lauks­brauði.

Holman hefur boð­ist til að láta húð­flúra svart kort frá Nando‘s á vinstri rasskinn­ina til að hljóta náð fyrir augum veit­inga­stað­ar­ins. Holman segir að dugi það ekki til muni hann láta fjar­lægja merki veit­inga­stað­ar­ins af aft­ur­end­an­um.

Auglýsing

„Þá læt ég bara setja merki KFC í stað­inn, sem er miklu betra í hrein­skilni sag­t,“ segir Holman í breskum fjöl­miðl­um.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiSpes
None