Í Molum vikunnar er fjallað um sterkt samband Austur-Evrópu við Ísland. Af rúmlega 47 þúsund innflytjendum er stór hluti frá Austur-Evrópu.
Fjallað er um mikilvægi þess að koma vel fram við innflytjendur. „Það er eitt af því sem maður man best eftir, þegar maður er að koma sér fyrir í nýju landi. Góð framkoma fólks og hjálpsemi,“ segir Magnús Halldórsson, umsjónarmaður þáttarins, og rifjar upp vinskap við húsvörð í fjölbýlishúsi á Manhattan, þar sem hann bjó.
Þá er fjallað um WOW og mögulega endurkomu þess. Mörgum spurningum er ósvarað, en óhætt er að segja að beðið sé eftir því með eftirvæntingu hvað það verður sem endurfæðist undir merkjum WOW.
Ragnar Kjartansson, umsvif íslenska ríkisins á bankamarkaði á tímum mikilla breytinga, og Too Big To Fail - frasinn, eru einnig til umræðu.