Í Molum þessa vikuna er fjallað um afhjúpandi og vandaða umfjöllun Kjarnans um peningaþvætti, og hvernig hin umfangsmiklu peningaþvættismál á Norðurlöndunum hafa birst almenningi þar. Getur verið að ekki sé allt með felldu í íslensku fjármálakerfi þegar kemur að peningaþvætti?
Síðan er fjallað um skelfilegar ofsóknir gegn múslimum í Indlandi og Kína, en alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna fjölluðu um þau mál, í samstarfi við ritstjórnir víða, í vikunni.