Í fyrsta þætti Útvarps Ísafjarðar fjallar Steini um öryggi sjómanna, sleppibúnað sem ekki virkar og kaldasta málshátt í íslenskri tungu. Tinna fer yfir helstu fréttir af landsbyggðarmiðlunum, bæði af sorpbílnum á Reykhólum og sportbílnum hans Vins okkar. Gylfi rifjar upp hugmyndir Úlfars Ágústssonar verslunarmanns, sem meðal annars lagði til að Flateyri yrði margmiðlunarsetur og Þingeyri sumardvalarstaður fyrir alla fjölskylduna.