Í öðrum þætti Útvarps Ísafjarðar spyr Tinna hvort Ófærð sýni trúverðuga landsbyggðarbúa. Gylfi fjallar um baráttuna á móti stoðvirkjum gegn snjóflóðum úr fjallinu Kubba í Skutulsfirði og kemst að þeirri niðurstöðu að í flóknu máli megi kannski finna lausnina í smáu letri reglugerðar. Steini gerist Nate Silver íslenskra þolíþrótta og birtir upplýsingar um hvernig hann beitir stærðfræði til að verða Landvættur.