Stéttaskiptir skíðadagar og léleg íþróttakennsla í grunnskólum er meðal þess sem rætt er í Útvarpi Ísafirði þessa vikuna. Þau Tinna, Steini og Gylfi ræða einnig tröllasögur af sveitastjóranum í Súðavík og rýna í umsóknir um stöðu Orkubússtjórans. Sérlegur gestur þáttarins er Sigríður Gísladóttir dýralæknir.