Í síðasta þætti fyrstu þáttaraðar Útvarps Ísafjarðar er Greipur Gíslason með okkur í hljóðveri. Steini fer yfir fréttir vikunnar, Tinna sér menntaskólaárin í rósrauðum bjarma og Gylfi vill kasta krónunni.
Útvarp Ísafjörður er í stjórn Þorsteins Mássonar, Tinnu Ólafsdóttur og Gylfa Ólafssonar.