Hvert ferðu ef þig langar í vandað handverk? Í þættinum færðu að vita allt um handverks kaupmenn á Vesturlandi, sem reyndar eru aðallega konur. Berglind veltir fyrir sér muninum á íslensku og norsku ullarpeysunni og Jónas fræðir okkur um búðarferðir fyrri tíma. Sigrún einbeitir sér sveitt að því að fallbeygja orðið "lundi" um leið og Anna passar að hún rugli ekki saman Gallerí Lunda í Stykkishólmi við lundabúðirnar í Reykjavíkurhreppi. Sjá má fleira um ævintýri Önnu og Sigrúnar á www.kvikvi.is.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.