Í Veraldarvarpinu er farið yfir liðna viku í erlendum fréttum. Í þessum fyrsta þætti vetrarins er rætt um sænsku þinkosningarnar og gang stjórnarmyndunarviðræða þar í landi. Einnig er rætt um stjórnarkreppuna í Grænlandi, hreindýraveiðar Kim Kielsen og hneykslið í kringum Danske Bank. Atburðir liðinnar viku í Bandaríkjunum eru ræddir; Kavanaugh, dómskerfið, Manafort og innflutningstollar. Viðburðarrík vika í Brexit er gerð að umtalsefni. Leiðtogar ESB-ríkjanna höfnuðu áætlun May um Brexit. Fara Bretar úr sambandinu án samnings?
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.