Í Veraldarvarpinu er farið yfir liðna viku í erlendum fréttum. Í þætti vikunnar er rætt um þjóðaratkvæðagreiðsluna í Makedóníu þar sem kosið var um nafnabreytingu á landinu. Kjörsókn olli því að nafninu verður ekki breytt í Lýðveldið Norður-Makedónía en breytingin er nauðsynlegt skilyrði fyrir inngöngu í ESB og NATO. Einnig er rætt um nýjan fríverslunarsamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, áður NAFTA en nú USMCA. Mjókurvörubændur í Kanada eru æfir. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Ítalíu er tekið fyrir. Útgjaldaaukningin hefur vakið hörð viðbrögð hjá leiðtogum Evrópusambandsins. Kosið verður um nýjan forseta í Brasilíu á sunnudaginn. Tveir frambjóðendur eru efstir í skoðanakönnunum. Bolsonaro, hinn svokallaði Tropical Trump, og Haddad, eftirmaður Lula. Boris stígur á kreik - May á leik. Dansandi drottningin vakti athygli á Íhaldsþinginu. Nýjustu vendingar í stjórnarmyndunarviðræðum á Grænlandi og í Svíþjóð eru ræddar og staðan á tilskipun hæstaréttardómara í Bandaríkjunum.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.