Í Veraldarvarpinu er farið yfir liðna viku í erlendum fréttum. Í þætti vikunnar er rætt um niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna í Póllandi en þjóðernisflokkurinn Lög og réttur tókst ekki að tryggja sér borgarstjóraembætti í stærstu borgum landsins. Einnig er framhaldið umræðu um morðið á Khashoggi. Þá er rætt um afvopnunarsamning Bandaríkjanna og Rússlands sem Bandaríkjaforseti hyggst rifta. Um fjögur þúsund flóttamenn eru nú við landamæri Gvatemala og Mexíkó en hópurinn ætlar að komast til Bandaríkjanna. Rætt er um möguleika þeirra á að komast alla leið og um viðbrögð Trump. Stiklað er á stóru um bandarísku þingkosningarnar. Hagvöxtur í Kína og fyrirhugað fjárlagafrumvarp ítölsku ríkisstjórnarinnar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafnaði gert að umræðuefni. Í lok þáttarins er hitað upp fyrir brasilísku forsetakosningarnar.
Umsjónarmenn þáttarins eru Ingvar Þór Björnsson og Ísak Kári Kárason.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.