Hver er hinn nýi tónn í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins?

Aðförin er nýr þáttur í hlað­varpi Kjarn­ans í umsjón Guð­mundar Krist­jáns Jóns­sonar og Magneu Guð­munds­dótt­ur. Þau munu ræða um skipu­lags­mál líð­andi stundar og fá til sín val­in­kunna gesti.

Nafn þátt­ar­ins er vísun í hinn umdeilda við­snún­ing sem hefur átt sér stað í skipu­lags­málum Reykja­vík­ur­borgar á síð­ustu árum en óhætt er að segja að sitt sýn­ist hverjum í þeim efn­um. Skipu­lags­mál hafa áhrif á okkur öll en engu að síður er fag­leg umræða um mála­flokk­inn af skornum skammti. Aðför­inni er ætlað að bæta úr því.

Í þætti vik­unnar mætir Hrafn­kell Proppé svæð­is­skipu­lags­stjóri sem segir frá sam­starfi sveit­ar­fé­laga í skipu­lags­mál­um, borg­ar­lín­unni og sam­keppn­is­stöðu höf­uð­borg­ar­innar miðað við aðrar borgir Norð­ur­land­anna. Hrafn­kell er einn af okkar reynd­ustu skipu­lags­mönnum sem hefur frá mörgu fróð­legu að segja í fyrsta þætti Aðfar­ar­inn­ar.

Borgarlínan er almenningsamgöngukerfi framtíðarinnar. Borgarlínan er ein grunnstoðanna í skipulagi borgarinnar til framtíðar.

Lestu hér um höf­uð­borg­ar­svæðið 2040.

Auglýsing