Að þessu sinni tekur Aðförin fyrir skipulag og uppbyggingaráform hins umdeilda Landssímareits í miðborg Reykjavíkur. Að sögn Davíðs Þorlákssonar framkvæmdastjóra Lindarvatns ehf, eiganda verkefnisins er reiturinn víst ekkert umdeildur lengur en ljóst er að það er búið að leggja mikla vinnu og fjármuni í að sætta ólík sjónarmið í þessu umfangsmikla verkefni sem mun setja sterkan svip á borgina.
Þetta er allt saman einkar áhugavert en eins og margir muna þá logaði allt í mótmælum og illdeilum út af Landssímareitnum fyrir nokkrum árum. Mörg þúsund undirskriftir söfnuðust gegn verkefninu, haldnir voru útifundir á Austurvelli og BIN-hópurinn (björgum Ingólfstorgi og Nasa) svokallaði var með eitt stykki brjálaðan Pál Óskar í fararbroddi sem hótaði að hlekkja sig við skurðgröfur ef verkefnið hlyti framgöngu.
í þessum fjórða þætti Aðfararinnar ræða Gummi og Magnea við Davíð Þorláksson um hvað hefur breyst á Landsímareitnum, hvað sé framundan og hvernig má ná fram sátt um umdeild uppbyggingarverkefni á viðkvæmum svæðum.