Aðförin, hlaðvarp um skipulagsmál, snýr aftur eftir hlé. Í þættinum er farið yfir það helsta í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið um Borgarlínu heldur áfram að þróast og nú er komin niðurstaða ráðgjafa um legu línunnar.
Framkvæmdir eru sem fyrr á fullu í miðbæ Reykjavíkur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins Halldóra Vífilsdóttir hefur tekið við nýju starfi hjá Landsbankanum þar sem hún mun vinna að undirbúningi byggingu höfuðstöðva bankans við Austurhöfn. Niðurstaða er komin í skipulagssamkeppni á svokölluðum Heklureit og nýlega var samþykkt nýtt skipulag hverfisinsí Úlfarsárdal.
Umsjónamenn þáttarins er Magnea Guðmundsdóttir og Guðmundur Kristján Jónsson.
Alla þætti Aðfararinnar má finna hér á vefnum, Kjarninn.is og í Soundcloud.com/Kjarninn.