Aðför vikunnar er framhald af síðasta þætti en nú ræða Guðmundur og Magnea um áhrifin og arfleið Jane Jacobs eins áhrifamesta borgarsinna (e. urbanist) síðustu áratuga.
Miðstéttarvæðing (e. gentrification) er meginþema þáttarins en helsta gagnrýnin á verk og áhrif Jane hefur einmitt falist í því hugtaki. Þegar öllu er á botninn á hvolft er það nefnilega fjármagnið sem oftast ræður för í borgarsamfélögum nútímans.
Magnea Þóra Guðmundsdóttir og Guðmundur Kristján Jónsson eru umsjónarmenn Aðfararinnar.