Anna María Bogadóttir arkitekt er gestur Aðfararinnar að þessu sinni. Hún hefur komið víða við í skipulagsmálum borgarinnar. Nýlega stóð hún, ásamt fleirum, fyrir Jarðsöng á Lækjargötu 12, fyrrverandi höfuðstöðvum Iðnaðarbankans. Anna María segir frá sögu hússins og gjörningnum sem varpaði ljósi á samhengi þess, niðurrif og nýjar byggingar í dag.
Í þættinum er farið um víðan völl. Borgarþróun í Miami, hóteláform í Reykjavík og hvernig almenningur getur komið meira að umbreytingarferli um skipulag á jákvæðan hátt er meðal þess sem er rætt.
Stjórnendur þáttarins eru Magnea Guðmundsdóttir og Guðmundur Kristján Jónsson.