Á meðan sumir fylgjast spenntir með Ólympíuleikunum í PyeongChang sitja umsjónarmenn Aðfararinnar límdir við tölvuskjáinn og fylgjast með baráttu borga um að verða heimili nýrra höfuðstöðva Amazon í Norður Ameríku.
Upphaflega sóttu 238 átta borgir um að hreppa uppbyggingarhnossið sem hljóðar upp á litla hundruð milljarða íslenskra króna og 50 þúsund störf en nú stendur valið á milli 20 borga í Bandaríkjunum, og að sjálfsögðu, Toronto í Kanada.
Í þætti vikunnar fara Magnea og Guðmundur yfir þetta risastóra og æsispennandi skipulagsmál sem teygir anga sína víða og snertir á mörgum þáttum nútímaborgarsamfélaga.