Úthverfabyggð er í raun tiltölulega ný hugmynd í borgarþróun og reynslan lítil ef litið er til líftíma borga. En hvað kostar að reka úthverfi á móti því sem kostar að reka þétta kjarna?
Rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis á kostnaði borga, sýna fram á að ef byggðin er of dreifð stendur hún ekki undir sér þegar kemur að viðhaldi og rekstri til lengri tíma.
Þetta er meðal þess sem er til umræðu í þætti vikunnar í Aðförinni. Umsjónarmenn þáttarins fengu til sín Sigurð A. Þorvarðarson byggingarverkfræðing á sviði skipulags og umferðar.
Umsjónarmenn þáttarins eru Magnea Guðmundsdóttir og Guðmundur Kristján Jónsson.