Við hefjum Aðförina eftir gott sumarfrí með því að kafa í áhugaverðar en um leið umdeildar áætlanir um nýjan miðbæ á Selfossi. Á laugardaginn fer fram íbúakosning í Árborg um ágæti þessara hugmynda Þróunarfélagsins Sigtúns um nýjan miðbæ með “gömlum” húsum.
Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Óskar Örn Arnórsson arkitekt og doktorsnemi í arkitektúr við Columbia-háskóla í New York.
Óskar hefur kafað aðeins í hugmyndir Sigtúns þróunarfélags og við ræðum við hann um “gamlar” byggingar, heiðarleika og um það hvort módernisminn hafi verið mistök.
Að lokum má benda áhugasömum á að hugmyndir Sigtúns þróunarfélags má kynna sér á www.midbaerselfoss.is en einnig má lesa sér til um aðra vinkla á verkefninu í nýjasta hefti Dagskránnar á www.dfs.is
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.