Danski arkitektinn Jan Gehl er goðsögn í lifanda lífi og á dögunum kom hans fyrsta bók út í íslenskri þýðingu. Bókin Mannlíf milli húsa eða Livet mellem husene eins hún kallast á frummálinu kom fyrst út árið 1971 í Kaupmannahöfn. Bókin lagði grunninn að ævintýranlegum og margverðlaunuðum ferli Jan Gehl sem hefur undanfarna áratugi farið sigurför um heiminn í baráttu sinni fyrir bættu og manneskjulegra borgarhumhverfi. Í Aðför vikunnar fáum við útgefanda bókarinnar, arkitektinn Önnu Maríu Bogadóttur og landslagsarkitektinn Þráinn Hauksson til að ræða um bókina, höfundinn og áhrifin sem hún hefur haft á arkitekta, skipulagsfræðinga, stjórnmálafólk og almenning um heim allan.
Kjarninn í samstarfi við Storytel býður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kj…nn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.