Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Á síðari árum hafa margir orðið til að gagnrýna bækur Enid Blyton, fyrir þau viðhorf sem þar koma fram. Stéttaskipting, kynjahlutverk, kynþáttaviðhorf, útlendingahatur, skort á bókmenntalegu gildi og fleira og fleira. Söguhetjur bókanna eru yfirleitt af miðstétt.
Borgþór Arngrímsson les pistil sinn um rithöfundinn vinsæla Enid Blyton. Pistillinn birtist fyrst í Kjarnanum 21. september 2021.
Í þáttunum Eitt og annað ... einkum danskt les Borgþór pistla sína sem notið hafa vinsælda á Kjarnanum í gegnum tíðina.