Borgþór Arngrímsson hefur skrifað pistla fyrir Kjarnann frá árdögum miðilsins. Pistlar hans njóta mikilla vinsælda hjá lesendum en efnistökin eru af ýmsum toga. Í pistlunum er fjallað um eitt og annað og oftar en ekki hefur efniviðurinn einhverja tengingu við Danmörku.
Borgþór hefur nú lesið valda pistla sem birtir verða sem hlaðvarpsþættir á næstu vikum í Hlaðvarpi Kjarnans undir yfirskriftinni Eitt og annað ...einkum danskt.
Í fyrsta þættinum er fjallað um Melittu Bentz, konuna sem fann upp kaffitrektina.
Þátturinn er aðgengilegur hér að ofan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.