Margrétarskálin fræga er til umfjöllunar í Eitt og annað ... einkum danskt. Borgþór Arngrímsson les pistil sinn um skálina.
Fyrsta starfs ungs hönnuðar hjá danskri teiknistofu í upphafi sjötta áratugar síðustu aldar var að hanna skál sem kennd skyldi við Margréti ríkisaarfa, nú drottningu. Svo vel tókst til við hönnunina að Margrétarskálin er enn vinsæl í eldhúsum um alla Danmörk, og raunar um heim allan.