Innan dönsku þjóðkirkjunnar hefur að undanförnu mikið verið rætt um framtíð guðshúsanna í landinu. Margir mega ekki til þess hugsa að gömlum kirkjum verði lokað og þær teknar úr notkun.
Ein þeirra leiða sem rætt hefur verið um er að kirkjum í fámennum sóknum, einkum þar sem stutt er í næstu kirkju, verði breytt í svonefndar tækifæriskirkjur (lejlighedskirker). Þá yrði viðkomandi kirkju lokað nema um stórhátíðar og við sérstök tækifæri.
Borgþór Arngrímsson les pistil sinn um danskar tækifæriskirkjur sem fyrst birtist á Kjarnanum 21. janúar 2020. Í þáttunum Eitt og annað ... einkum danskt les Borgþór pistla sína sem notið hafa vinsælda á Kjarnanum í gegnum tíðina.