Bækurnar um Einar Áskel, burstaklippta strákinn sem býr með pabba sínum, hafa selst á heimsvísu í nærri tíu milljón eintökum í gegnum árin.
Einar Áskell er því löngu orðinn heimsfrægur en hið sama má ekki segja um skapara hans, sænska rithöfundinn Gunillu Bergström. Hún lést í fyrra og í þættinum Eitt og annað ... einkum danskt les Borgþór Arngrímsson pistil sinn um þennan merka höfund sem kunni því ágætlega að vera minna þekkt en hennar frægasta sögupersóna.