Hvernig geta afleiðingar loftslagsbreytinga leitt til ófriðar og átaka? Hvernig getur almenningur og grasrótarhreyfingar unnið gegn loftslagsbreytingum og þeim ófriði sem þeim getur fylgt? Erum við að gera nóg?
Í þessum þætti ræðir Margrét Marteinsdóttir við Hafdísi Hönnu Ægisdóttur, verkefnastjóra hjá Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formann Ungra umhverfissinna og Atla Viðar Thorstensen, sviðsstjóra hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossi Íslands um jörðina, friðlýsingar, flótta, loftslagsbreytingar og átök. Í lok þáttar veltir Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, því fyrir sér hvers vegna loftslagsbreytingar geti leitt til átaka, hvort maðurinn sé að beita jörðina ofbeldi og hvað við getum gert til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum.
Þátturinn er hluti af Friðardögum í Reykjavík 2020: Er friðurinn úti? sem haldnir eru á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, í samstarfi við UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið.
Umsjónarmaður þáttanna er Margrét Marteinsdóttir, fjölmiðlakona.