Ef þú ert Íslendingur er afskaplega líklegt að þú tengist stjúpfjölskyldu á einhvern hátt, ef þú ert ekki einfaldlega meðlimur í einni. Stjúptengsl hafa í för með sér alls konar verkefni sem geta verið ólík verkefnum annarra fjölskyldna. Í þættinum ræðir Ragga Eiríks við Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa og fjölskyldufræðing, en hún hefur sérhæft sig í ráðgjöf og rannsóknum um stjúptengsl. Hvernig er eiginlega hægt að láta fjölskyldur renna ljúflega saman og forðast meiriháttar árekstra?
Meira handa þér frá Kjarnanum