Ég verð bara að vita hvar þú ert - ALLTAF - ég elska þig svo ótrúlega mikið!“ Sakleysisleg setning… eða hvað? Stundum verða sambönd eitruð - samskipti í alls konar samböndum geta orðið ógagnleg, meiðandi og jafnvel geta þau orðið að ofbeldi. Þetta snýst nýlegt átak Stígamóta #sjúkást einmitt um. Þó svo að átakinu sé beint að 13-20 ára ungmennum er óhætt að segja að það eigi erindi við alla sem ekki ætla að eyða ævinni einangraðir í helli á hálendinu án samneytis við fólk. Ég fékk þær Heiðrúnu Fivelstad og Steinunni Ólínu Hafliðadóttur í þáttinn en þær eru báðar verkefnastýrur hjá þessu magnaða verkefni. Gjörið svo vel!
Meira handa þér frá Kjarnanum