Kona kringum fertugt lamast, líklega af álagi og stressi sem olli því að taugafrumurnar í líkama hennar hættu að virka - svo nær hún heilsu á ný með því að þróa með sér heilbrigðan lífsstíl og taka næringuna algjörlega í gegn! Þetta er saga Betu Reynis, en í dag er Beta næringarfræðingur og næringarþerapisti. Nálgun hennar með skjólstæðingum er kannski dálítið óvenjuleg, áföll í fortíðinni geta nefnilega skipt sköpum og haft áhrif á meltinguna í dag. Beta er gestur þáttarins og við spjöllum um starf hennar og sögu.
Meira handa þér frá Kjarnanum