Ef þú átt leið í miðbæinn af og til eru talsverðar líkur á að þú hafir séð Georg Leite álengdar, jafnvel fengið hjá honum knús eða í minnsta lagi bros. Georg fæddist í Brasilíu en 17 ára gamall ákvað hann að koma til Íslands, og síðan eru liðin 20 ár. Í þættinum spjöllum við um reynslu hans af því að vera ekki beinlínis steyptur í sama mót og flestir Íslendingar, hvernig það er að reka einn vinsælasta bar bæjarins, og ástríðu hans fyrir dansi.
Meira handa þér frá Kjarnanum