Hvers vegna mega konur skyndilega keyra í Sádi-Arabíu? Er einhver munur á dauðarefsingu í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu? Í þætti vikunnar tölum við um Sádi-Arabíu.
Í Fez-hattinum ræða þau Ólöf Ragnarsdóttir, Þórir Jónsson Hraundal og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir málefni Mið-Austurlanda. Þau taka fyrir ýmis viðfangsefni og kafa aðeins dýpra en vanalega gengur og gerist í fjölmiðlum. Þátturinn er á dagskrá annan hvern miðvikudag í hlaðvarpi Kjarnans.