Stígur Helgason, fyrrverandi blaðamaður og vörustjóri hjá Plain Vanilla, er í Hisminu í dag og fer yfir komandi forsetakosningar á næsta ári með Árna og Grétari, framboð Þorgríms Þráinssonar og nýjasta stuðningsmann Ólafs Ragnars, sem væri tilbúin að láta lífið fyrir hann. Þá er rætt um bíllausan lífstíl sem er ekki alltaf bíllaus og svo stöðuna í NBA-deildinni og hversu lengi Kobe Bryant ætlar að kvelja samspilara sína og áhorfendur með því að geta ekki neitt lengur.
Meira handa þér frá Kjarnanum