Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans og nethetja, er gestur Hismisins að þessu sinni en Grétar Theódórsson er í beinni útsendingu frá Vík í Mýrdal þar sem hann er veðurtepptur eftir að hafa ekið með hazard-ljósin á eins og ferðamennirnir og reynir að átta sig á hvað Gísli Einarsson myndi gera í hans sporum. Rætt er um hvernig körfuboltadeild Tindastóls kvaddi erlenda leikmanninn með mikilli real talk-yfirlýsingu og einnig hvernig forstjóri SS kom loksins hinni alræmdu unnu kjötvöru, pylsunni, til varnar. Einnig er farið yfir hvernig 80's-matarvikan gæti litið út.
Meira handa þér frá Kjarnanum