Ari Eldjárn, grínisti, er gestur Árna og Grétars í Hisminu þar sem farið er yfir Edduverðlaunin í síðustu viku og hvort ekki væri rétt að aðrar starfsgreinar, t.d. píparar og skrifstofumenn, fengju eigin Eddu-hátið þar sem veitt væru verðlaun fyrir hversdagshetjur nútímans. Einnig er því velt upp hvort setja þurfi upp Golden Rasberries hátíð fyrir Ísland þar sem versta myndin hvert ár væri valin, þótt hætt sé við að tilfinningar myndu særast þannig. Þá er rætt um 2000-vandann og hvernig fólk trúði því að allar vélar heimsins myndu ruglast og fara að dæla út kjarnorkuvopnum og eiturefnum yfir heimsbyggðina.