Stjörnulögmaðurinn Sigurður Örn Hilmarsson er gestur Hismisins að þessu sinni. Farið er yfir A-, B- og C-celeb á Íslandi og hvaða reglur gildi um innbyrðis samskipti þar á milli, t.d. hvort B-celeb megi heilsa A-celebi án þess að þekkja það.
Þá er farið yfir forsetakosningar, hverjir hafa átt heiðarlegustu opnuna, hverjir hafa átt pródúseruðustu opnunina og hvort ekki þurfi að setja einhver viðmið um hve margir hafi komið að máli við frambjóðendur. Eins er farið yfir skattaskjólaumræðu síðustu daga og hátimbruð viðbrögð ákveðinna þingmanna.