Hanna Eiríksdóttir, herferðarstýra og hlaðvarpsstjórnandi, er gestur Hismisins þessa vikuna og ræðir forsetaframboð Baldurs Ágússtonar og glæsilega heimasíðu framboðsins. Staða Ólafs Ragnars er krufin og rætt hvernig hann mun ná að snúa sig út úr Panama-skandalnum og velt upp hvort Rúv eigi að senda sinn besta mann, Boga Ágústsson, á Bessastaði í einkaviðtal við Ólaf - sem yrði mögulega sjónvarpseinvígi aldarinnar. Þá er farið yfir hvaða karlmaður sé með besta hár landsins og hver hefur elst best.