Hvað gerir maður ef einhver ryðst fram fyrir raðir þar sem allir eiga að taka númer? Og á maður að læka sömu myndina tvisvar ef hún birtist á Instagram og Facebook? Hvernig er réttast að hegða sér í þessum hversdagslegu aðstæðum?
Þóra Hallgrímsdóttir er gestur þeirra Árna Helgasonar og Grétars Theodórssonar í Hisminu þessa vikuna. Þau ræða hversdagsrelgurnar í þætti dagsins auk þess hvað Grétar er orðinn miðaldra; enda tók hann niður trampólínið áður en laufin fóru að falla af trjánum.
Auk þess að taka hversdaginn fyrir þá ræða þau tilfinningaleg viðbrögð samfélagsmiðla við Brangelinu-skilnaðinum, myrkur Angelinu Jolie og „hinn mikla“ WOW air hrekk á Loga Bergmanni. Hismið komst nýverið að því að Logi Bergmann hlustar ekki á þáttinn.