Ásdísi Ólafsdóttur, pistlahöfund á Kjarnanum og upplýsingafulltrúa ESA, er gestur Árna og Grétars í Hisminu þessa vikuna. Grétar byrjar á að gera hreint fyrir sínum dyrum vegna óæskilegra mynda sem birtust á Twitter-reikningnum hans í vikunni og lítur hann svo á að málinu sé lokið af hans hálfu eftir spjallið. Þá er farið yfir flokksþing Framsóknarmanna og þeirri kenningu velt upp hvort planið hjá flokknum sé að breyta sér í raunveruleikasjónvarp fram að kosningum og eiga þannig óskipta athygli þangað til.
Þá er farið yfir skömmina að skila bókum á bókasafn of seint, slúður frá Brussel og innbrotið til Kin Kardashian.