Hismið hringir í Gunnar Már Gunnarsson forritara og frumkvöðul í þætti dagsins og fræðist um nýjung í pizzuáti sem gengur út á að rúlla pizzunni upp og borða eins og pulsu. Þá er farið yfir Sturlu Jónsson sem snappar úr raunhagkerfinu og Grétar lýsir erfiðum degi þar sem hann er ekki með neitt í hárinu. Svo er því velt upp hvort fólk eigi ekki að fara að endurvekja þá hefð að sýna hvort öðru puttann, t.d. í lok erfiðra funda. Mun áhrifaríkari leið til að lýsa óánægju sinni heldur en að gera það með orðum.
Meira handa þér frá Kjarnanum